Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Miðvikudagur 16. apríl 2003 kl. 00:47

Aðsóknarsprenging á vf.is

Aldrei hafa jafn margir heimsótt vef Víkurfrétta á einum sólarhring eins og sl. mánudag. Þá komu 3931 einstaklingar inn á síðuna okkar í samtals 6026 innlitum. Þá var einnig sett nýtt met í flettingum því 40.207 flettingar áttu sér stað á mánudaginn. Ástæður þessa mikla fjölda rekjum við aðallega til fréttar af úrslitum í Fegurðarsamkeppni Suðurnesja. Áhugans á úrslitum keppninnar varð vart strax upp úr miðnætti á laugardagskvöld því frá miðnætti á laugardagskvöld til miðnættis á sunnudagskvöld voru 3191 innlit á vf.is og síðunni var flett 17.897 sinnum.Í síðustu viku komu 7409 gestir í heimsókn á vf.is í 18.618 innlitum. Það gerir Víkurfréttir á Netinu að 19. vinsælasta vefsvæði á Íslandi en vf.is er jafnframt meðal fimm stærstu fréttavefja á Íslandi. Eingöngu mbl.is, visir.is, ruv.is og textavarp.is eru stærri íslenskir fréttamiðlar á Netinu í mælingu hjá Virkri vefmælingu. Í gær komu 2080 gestir í 3397 innlitum á vefinn okkar og síðum hans var flett tæplega 17.000 sinnum.

Spjallþræðir á vef vf.is virðast njóta mikilla vinsælda því á hverjum degi hafa hundruð netverja þar viðkomu, þó svo flestir láti sér nægja að skoða það sem aðrir skrifa. Suma daga fara allt að 500 einstaklingar inn á spjallið.

Starfsfólk Víkurfrétta vinnur að stöðugri þróun síðunnar. Nokkrar nýjungar eru í pípunum, en vegna annríkis, m.a. við tímaritaútgáfu og önnur verkefni, hefur dregist að koma þeim nýjungum í loftið. Nú þegar sumar er að ganga í garð gefst okkur örugglega tækifæri til að ljúka við nokkra lausa enda og setja m.a. í loftið vef fyrir ungt fólk, svo eitthvað sé nefnt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024