Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðsóknarmet í Bláa lóninu
Fimmtudagur 8. janúar 2009 kl. 13:48

Aðsóknarmet í Bláa lóninu



Aldrei hafa fleiri gestir heimsótt Bláa lónið en á síðastliðnu ári en heildarfjöldi þeirra var 407.958. Til samanburðar var heildarfjöldi gesta 406.183 árið 2007.
Gestum fjölgaði um 32 prósent á milli ára í desember en alls sóttu 18.091 gestir Bláa lónið í síðasta mánuði ársins.

Gengi íslensku krónunnar er hagstætt fyrir erlenda ferðamenn og birtist það í auknum fjölda þeirra.  Gengið hefur einnig jákvæð áhrif á kauphegðun erlendra ferðamanna sem nýta sér í auknum mæli vöru og þjónustuframboð Bláa Lónsins, að því er segir í tilkynningu frá Bláa lóninu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

VFmynd/elg - Á sólríkum degi í Bláa lóninu.