Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Miðvikudagur 14. febrúar 2001 kl. 10:45

Aðsókn að íþróttamannvirkjum hefur aukist

Tæplega 160 þúsund manns heimsóttu sundlaugar Reykjanesbæjar á síðasta árin, en árið 1999 lögðu rúmlega 140 þúsund manns leið sína þanga. Árið 2000 fóru flestir í sundmiðstöðina við Sunnubraut, eða 92 þúsund manns og næst flestir fengu sér sundsprett í Sundlaug Njarðvíkur, eða rúmlega 26 þúsund manns.
Gestakomur í íþróttasali bæjarins voru á árinu 2000, rúmlega 250 þúsund, en árið 1999 komu rúmlega 170 þúsund manns í íþróttasalina. Rúmlega 100 þúsund manns tóku á því í íþróttahúsinu við Sunnubraut og tæplega 50 þúsund í Reykjaneshöllinni.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024