ADSL í Garði, Sandgerði og Innri Njarðvík
ADSL kerfi Landssímans er stöðugt að stækka á Suðurnesjum og nýlega hefur Síminn lokið við að setja upp þrjár ADSL stöðvar. Þær eru í Garði, Sandgerði og í Innri Njarðvík. Þar með geta íbúar á þeim svæðum tengst Netinu á mun meiri hraða en áður.Nú er hægt að fá ADSL hjá Símanum á eftirtöldum stöðum: Keflavík, Innri-Njarðvík, Ytri-Njarðvík, Garði, Sandgerði og Grindavík.
Verslun Símans í Keflavík er um þessar mundir með tilboð á ADSL búnaði og stendur það til 20. september, segir í tilkynningu.
Verslun Símans í Keflavík er um þessar mundir með tilboð á ADSL búnaði og stendur það til 20. september, segir í tilkynningu.