Aðmíráll í heimsókn
Þetta fallega fiðrildi heimsótti höfuðstöðvar Víkurfrétta í dag. Fiðrildið er svokallaður Aðmíráll og fannst á Ásbrú í Reykjanesbæ í gær, enda Ásbrú þekkt á árum áður fyrir sína aðmírála sem fóru með stjórn Varnarliðsins á tímum hersetunnar.
Eftir að hafa tekið nokkrar myndir af Aðmírálnum var honum sleppt að nýju út í íslensku haustblíðuna. Fiðrildið mun svo örugglega finnast aftur í húsgarði í Reykjanesbæ og ratar þá kannski aftur í fréttirnar.
VF-myndir: Hilmar Bragi