Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðkomudrengir í hettupeysum brjótast inn í Garðinum
Föstudagur 13. nóvember 2009 kl. 13:11

Aðkomudrengir í hettupeysum brjótast inn í Garðinum

Því miður hefur það aukist að brotist er inn hjá fólki og það jafnvel um miðjan dag. Þjófnaður átti sér stað í Garðinum í síðustu viku þegar farið var inn um ólæstar dyr og fartölva tekin ófrjálsri hendi en þar er auglýst nágrannavarsla.

Á umræddu heimili læsa íbúar alltaf nema þetta eina skipti þegar húsfreyjan skrapp aðeins frá en á meðan gerðist þetta. Þegar þjófnaðurinn fréttist þá kom í ljós að fleiri nágrannar höfðu orðið varir þjófanna, því þeir gengu í hús í Garðinum og bönkuðu á dyr.

Á einum stað var komið til dyra, fyrir utan dyrnar stóðu unglingspiltar, aðkomudrengir klæddir svörtum hettupeysum og þóttust vera villtir og spurðu til vegar. Þetta var sem sagt trikkið, þar sem engin bíll var fyrir utan þá var bankað á dyr og gengið inn ef engin svaraði.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Þannig að því miður verðum við öll að vera á verði, læsa öllum gluggum og hurðum þegar heimilið er mannlaust, jafnvel að fela fartölvur þannig að þær liggi ekki á glámbekk.

Hundar geta verið góðir varðmenn fyrir heimili og kemur sér nú vel að eiga einn slíkan en þeir gelta oft hátt þegar ókunnugir koma nærri heimilinu.