Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Aðilar í Ferðaþjónustu á Suðurnesjum vekja athygli á Vestnorden kaupstefnunni
Föstudagur 17. september 2004 kl. 10:22

Aðilar í Ferðaþjónustu á Suðurnesjum vekja athygli á Vestnorden kaupstefnunni

Aðilar á sviði ferðaþjónustu á Suðurnesjum vöktu mikla athygli á kaupstefnunni Vestnorden sem var haldin í Laugardalshöll á dögunum og lauk á miðvikudag.

Þar komu saman fyrirtæki frá Íslandi, Grænlandi og Færeyjum og kynntu sig fyrir fulltrúum ferðaskrifstofa sem eru að leita að gistingu og afþreyingu fyrir væntanlega viðskiptavini.

Sjö fyrirtæki frá Suðurnesjum voru með bás á sýningunni en það voru Bláa Lónið, Hótel Keflavík, Moby Dick, Saltfisksetrið í Grindavík, SBK, Kaffi Duus og bílaleigan Rás.
Auk þeirra voru um 20-30 aðilar, fyrirtæki og sveitarfélög, sem komu að kynningarátaki Reykjaness, en þeir hafa aldrei verið fleiri.

Steinþór Jónsson, hótelstjóri, var formaður undirbúningsnefndar Vestnorden á vegum Ferðamálasamtaka Suðurnesja og sagði hann í samtali við Víkurfréttir að sýningin hafi gengið afskaplega vel. „Þetta var ótrúlega vel heppnað í alla staði. Það var altalað að básarnir hjá okkur hafi borið af á sýningunni. Sérstaklega ánægjulegt var að öll fyrirtækin á svæðinu sýndu mikla samstöðu í málinu, enda þurfum á hvort öðru að halda.“

Mikla athygli vöktu bakpokar sem Suðurnesjafyrirtækin dreifðu til gesta sinna en þeir voru merktir áletruninni: Reykjanes, first and last. Pokarnir voru á hjólum og gátu ráðstefnugestir notað þá sem hirslur fyrir bæklinga og annað sem þeir fengu á básunum.

Steinþór lagði einnig áherslu á að fyrirtæki á svæðinu ættu í raun samleið með öllu landinu því að langflestir ferðamenn kæmu til landsins í gegnum Leifsstöð.

„Flugstöð Leifs Eiríkssonar kom líka sterk inn í ár og sáu möguleika á að marka sér sess sem ferðaþjónustuaðili og ætla sér enn stærri hluti næsta ár,“ sagði Steinþór.

Gaman er að segja frá því að lokum að Suðurnesjamenn komu að dagskrá Vestnorden með öðrum hætti, en Davíð Ólafsson söng við opnunarathöfnina og Ester Ólafsdóttir lék undir á píanó.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024