Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðgerðir í Suðurnesjabæ vegna Covid-19
Laugardagur 14. mars 2020 kl. 11:16

Aðgerðir í Suðurnesjabæ vegna Covid-19

Aðgerðastjórn Suðurnesjabæjar vegna heimsfaraldurs COVID-19 veirunnar hefur fundað og farið yfir stöðu og þróun faraldursins, ásamt tilmælum og leiðbeiningum stjórnvalda.  Aðgerðastjórn fundaði með bæjarstjórn, þar sem farið var yfir ákvarðanir og aðgerðir sem fyrir liggja. Einnig var fundað með stjórnendum allra skóla sveitarfélagsins og forstöðumanni íþróttamiðstöðva, þar sem farið var yfir m.a. væntanlegar aðgerðir vegna starfsemi þeirra. 

Aðgerðaáætlun um órofna starfsemi og þjónustu Suðurnesjabæjar hefur verið virkjuð, sjá hér.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Vegna ákvörðunar heilbrigðisráðherra á grundvelli sóttvarnalaga, sem m.a. felur í sér breytingar á starfsemi leik-, grunn-og tónlistarskóla verður starfsdagur í öllum skólum Suðurnesjabæjar mánudaginn 16. mars nk, til þess að stjórnendur og starfsfólk geti skipulagt starfsemi og skólahald á því tímabili sem takmarkanir á starfseminni nær til.  Starfsdagur þýðir að starfsfólk skólanna mætir til vinnu en nemendur skólanna ekki mánudaginn 16. mars.

Foreldrar og forráðamenn nemenda eru beðnir um að fylgjast vel með upplýsingum frá skólunum um skólahaldið framundan.

Íþróttamiðstöðvarnar í Garði og Sandgerði verða einnig lokaðar mánudaginn 16. mars vegna starfs-og skipulagsdags.

Bókasafn Suðurnesjabæjar í Sandgerði verður opið mánudaginn 16. mars og eru íbúar hvattir til þess að nýta það.  Bókasafnið lokar þriðjudaginn 17. mars í óákveðinn tíma.

Breytt skipulag á starfsemi ráðhúsa Suðurnesjabæjar mun taka gildi mánudaginn 16. mars, þar sem opnunartími verður skertur og starfsfólki skipt upp í aðskilda hópa í aðskildum starfsstöðvum, samkvæmt framangreindri aðgerðaáætlun.  Nánari upplýsingar verða birtar á heimasíðu Suðurnesjabæjar.