Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðgerðin á Allý gekk vel
Þriðjudagur 12. október 2004 kl. 13:34

Aðgerðin á Allý gekk vel

Hin 15 mánaða gamla Aðalheiður Lára Jósefsdóttir gekkst í morgun undir húðágræðsluaðgerð við Ríkisspítala Danmerkur. Aðgerðin gekk vel og var sú fjórða í röðinni sem Allý tekst á við.

Í aðgerðinni í morgun þurfti að skera í fætur Allýjar við hnéspætur til þess að hægt væri að rétta úr fótum hennar. Húð var grædd á rassinn á Allý og var húðin tekin af baki hennar, samkvæmt Guðrúnu Brynjólfsdóttur, vinkonu fjölskyldu Allýjar, gekk aðgerðin vel og líðan Allýjar góð. Gert er ráð fyrir því að Aðalheiður komi heim eftir hálfan mánuð.


Myndin: Allý á sjúkrahúsinu í Danmörku. © Katrín Sveinbjörnsdóttir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024