Aðgerðahópi vegna efnahagsástands komið á fót á Suðurnesjum
Fulltrúar lykilstofnana velferðarkerfisins og félagasamtök á Suðurnesjum funduðu á mánudag, þar sem rædd var sú staða sem komin er upp í þjóðfélaginu, vegna þeirrar efnahagskreppu sem skollin er á.
Fulltrúar frá Sparisjóðinum í Keflavík sátu jafnframt fundinn og kynntu stöðu Sparisjóðsins á þessum umbrotatímum.
Fundarmenn voru sammála um að stilla saman strengina og skapa tengslanet til að takast á við vandann. Hópurinn mun hittast aftur í næstu viku og er þá stefnt að m.a. að koma á laggirnar aðgerðarhópi með það að markmiði að samræma aðgerðir á svæðinu.