Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðgengis- og öryggismál við Nettóhöllina og Fimleikaakademíuna tekin föstum tökum
Laugardagur 28. janúar 2023 kl. 07:50

Aðgengis- og öryggismál við Nettóhöllina og Fimleikaakademíuna tekin föstum tökum

Erindi frá Keflavík íþrótta- og ungmennafélagi um beiðni um úrbætur að umferðinni við Nettóhöllina og Fimleikaakademíuna var tekið fyrir á fundi íþrótta- og tómstundaráðs Reykjanesbæjar þann 20. desember síðastliðinn. Óskað er eftir því að farið verið í stýringu á umferð við Nettóhöllina og Fimleikaakademíuna, þar sem fyrst og fremst verði hugað að öryggi iðkenda. Slysahætta sé töluverð þarna, sérstaklega í skammdeginu.

Íþrótta- og tómstundaráð tekur undir áhyggjur forsvarsfólks Keflavíkur íþrótta- og ungmennafélags um mikilvægi þess að umferðaröryggismál verði skoðuð og bætt sem allra fyrst.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Málinu var vísað til umhverfis- og skipulagsráðs sem hefur falið starfsmönnum umhverfis- og framkvæmdasviðs að koma með tillögu að lausn í samráði við knattspyrnu- og fimleikadeild Keflavíkur og leggja fyrir ráðið.

Guðbergur Ingólfur Reynisson lagði fram eftirfarandi bókun: „Fagna því að aðgengismál séu tekin föstum tökum og finna þarf bráðabirgðalausnir þangað til og líta til annarra staða t.d. Danskompaní og Heiðarskóla.“