Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 15. apríl 2002 kl. 08:37

„Aðfaranótt sumardekkja“ var róleg

Nóttin var róleg hjá lögreglunni í Keflavík og ekkert markvert bar til tíðinda á vaktinni, segir Sigurður Bergmann í fréttasíma lögreglunnar. Í dag hefst sumardekkjatími. Þó verður ekki farið að sekta strax vegna nagla, enda tíðarfarið verið snjór og riging til skiptis síðustu daga.Lögreglan í Reykjavík fer að beita sektum þegar nær dregur mánaðarmótum og þá verða rukkaðar 5000 kr. á hvert dekk eða 20.000 kr. á ganginn. Það er því óhætt að fara að huga að sumardekkjunum og leggja bara bílnum ef tíðin verður verri.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024