Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins vel útbúnir bílar komast yfir Miðnesheiði
Mynd úr vegsjá Vegagerðarinnar við Rósaselstorg á Miðnesheiði.
Mánudagur 19. desember 2022 kl. 16:02

Aðeins vel útbúnir bílar komast yfir Miðnesheiði

Miðnesheiði milli Reykjanesbæjar og Sandgerðis er nær ófær nema á mjög vel útbúnum bílum. Vegfarandi sem leið átti þar um á jeppa áðan tók þá ákvörðun að snúa við og hætta við ferðalagið yfir heiðina og bíða þar til veður verður betra.

Brunavarnir Suðurnesja eru með snjóbíl sem fer á undan neyðarbílum sem þurfa að komast í Sandgerði og Garð.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024