Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins þrjár sektir ógreiddar fyrir tollalagabrotin í sumar
Fimmtudagur 10. október 2002 kl. 12:48

Aðeins þrjár sektir ógreiddar fyrir tollalagabrotin í sumar

Sýslumaðurinn á Keflavíkurflugvelli hefur gert þrjátíu og einum starfsmanni í Flugstöð Leifs Eiríkssonar á Keflavíkurflugvelli að greiða sekt vegna brota á tollalögum. Starfsmennirnir keyptu tollfrjálsan varning í óleyfi á fríhafnarsvæði Leifsstöðvar og kom honum með einum eða öðrum hætti út úr stöðinni.Upphaflega voru 57 kærur gefnar út en 26 voru felldar niður. Lögregla fékk veður af háttsemi starfsmannanna þegar þeir keyptu varning á útsölu í verslun í flugstöðinni. Í kjölfarið var leitað í skápum fólksins í flugstöðinni og fannst þá ýmiss konar varningur frá mismunandi verslunum. Í flestum tilfellum hafði starfsfólkið komið vörunum á farþega, vini og vandamenn sem fóru með hann út af tollfrjálsa svæðinu. Fólkið sem var sektað starfar flest hjá Fríhöfninni. Samkvæmt upplýsingum frá Sýslumannsembættinu á Keflavíkurflugvelli eiga eingöngu þrír eftir að greiða sektina sína.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024