Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins ÍAK einkaþjálfarar hjá Reebok Fitness
Föstudagur 21. október 2011 kl. 09:59

Aðeins ÍAK einkaþjálfarar hjá Reebok Fitness

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Keilir, miðstöð vísinda, fræða og atvinnulífs og Reebok Fitness skrifuðu í gær undir samstarfssamning varðandi einkaþjálfun á nýrri heilsuræktarstöð sem Reebok Fitness opnar í Holtagörðum í Reykjavík þann 11. nóvember 2011.


Einungis ÍAK einkaþjálfarar frá Keili munu annast einkaþjálfun hjá Reebok Fitness. Með því er stöðin að tryggja mikil gæði en ÍAK einkaþjálfarar hafa lokið ítarlegasta einkaþjálfaranámi sem í boði er á Íslandi. Þeir hafa yfirgripsmikla þekkingu á þjálfunar- og næringarfræðum og mikla færni til að aðstoða fólk við að ná hámarks árangri og vellíðan. Námið nýtur gífurlegra vinsælda hérlendis og stefnt er að því að bjóða uppá það í Noregi næsta haust.


Reebok Fitness stöðin er 3.700 m2 að stærð. Þar af 1200 m2 fullkominn og rúmgóður tækjasalur, 3 stórir hóptímasalir, hjólasalur með yfir 100 hjólum og stór Hot Yoga salur. 600 m2 Crossfitbox opnar í janúar. Fram að áramótum verður aðgangur að þessari glæsilegu heilsuræktarstöð ókeypis.

Á meðfylgjandi mynd eru f.v. Gígja Hrönn Árnadóttir (Reebok), Gunnhildur Erla Vilbergsdóttir (Keili) og Guðríður Erla Torfadóttir (Reebok)