Aðeins hægt að dvelja eða starfa í Grindavík með sérstöku leyfi
Mánudaginn 15. janúar sl. tók í gildi ákvörðun ríkislögreglustjóra um brottflutning íbúa frá Grindavík. Í dag, þriðjudg, var sú ákvörðun framlengd. Eingöngu verður heimilt, með sérstöku leyfi lögreglustjórans á Suðurnesjum í samstarfi við Almannavarnadeild ríkislögeglustjóra, að dvelja eða starfa í Grindavík.
Fyrirmælin eru framlengd með hliðsjón af því markmiði Almannavarna að takmarka eftir því sem unnt er að almenningur verði fyrir líkams- eða heilsutjóni sbr. 1. gr. almannavarnalaga.
Við gerð fyrirmæla ríkislögreglustjóra var leitast eftir að gæta meðalhófs eins og kostur er, þ.e. hvort unnt væri að tryggja öryggi með vægari aðgerðum, svo sem að takmarka aðgengi að ákveðnum svæðum.