Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Mánudagur 17. desember 2001 kl. 01:01

Aðeins einn undir kostnaðaráætlun

Ákveðið hefur verið að taka tilboði G.R. Verktaka í byggingu starfsmannahúss Hitaveitu Suðurnesja hf. við orkuverið í Svartsengi og verður verksamningur undirritaður á næstu dögum. Þetta er í annað sinn sem verkið er boðið út en síðast voru öll tilboð vel yfir kostnaðaráætlun og því hafnaði Hitaveita Suðurnesja þeim öllum og endurskoðaði verkið. Nú bárust ellefu tilboð.1. Húsagerðin, Keflavík 55.039.430, 101,8%
2. Virki, Hafnarfirði 1) 55.594.280, 117,8%
3. Meistarahús, Keflavík 54.078.787, 114,6%
4. Keflavíkurverktakar, Keflavík 54.962.904, 116,5%
5. Hjalti Guðmundsson, Keflavík 49.849.914, 105,7%
6. G. Gunnarsson, Reykjavík 53.241.866, 112,8%
7. G.R. verktakar, Garðabæ 42.543.505, 90,2%
8. Handtak, Keflavík 53.758.941, 113,9%
9. Ísl. byggingarsamst., Bessast.hr. 54.838.587, 116,2%
10. Grindin, Grindavík 52.104.425, 110.8%
11. ÍAV, Reykjavík 62.049.905, 131,5%

Kostnaðaráætlun hönnuða 47.183.000 100,0%

1) Tilboð Virkis var frávikstilboð, þar sem miðað var við, að tilboðsverð verðbættust samkv. byggingarvísitölu.

Byggingarkostnaður hefur skv. þessu lækkað úr 66 mkr í um 47 mkr. eða um 19 mkr. Megin breytingar á húsinu frá fyrri hönnun er breytt efnisval, steinun að utan í stað álklæðningar, gólfdúkar í stað parkets o.fl., auk þess sem hönnun raflagna var breytt, hefðbundnar lagnir í stað Instabus. Þá var verktími lengdur, og skal verkinu að fullu lokið, eigi síðar en 1. október 2002.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024