Aðeins einn undir kostnaðaráætlun
				
				Aðeins einn verktaki af átta sem buðu í viðbyggingu og breytingar á leikskólanum Tjarnarseli í Reykjanesbæ var undir kostnaðaráætlun. GD-trésmíði bauð 24.471.477, kr. í breytingarnar á Tjarnarseli sem er elsti leikskóli Keflavíkur. Tilboð GD-trésmíði var 95,4% af kostnaðaráætlun. Allir hinna aðilanna sem buðu í verkið voru yfir áætluninni að undanskildum einum sem var nákvæmlega á kostnaðaráætlun. Hæsta tilboðið var frá Fagtré upp á 118,5% eða 30,4 millj. kr.  en tilboðin voru annars svipuð. Samþykkt var í bæjarráði að taka tilboði GD. Fjárhagsáætlun Reykjanesbæjar hljóðar upp á 20 millj. kr. í verkið. Því er 4,4 millj. kr. vísað til endurskoðunar fjárhagsáætlunar.
				
	
				
					
						
					
					
						
					
				
				
				 								
			


 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				