AÐEINS EINN STÚTUR
Lögreglan í Keflavík þurfti aðeins einu sinni að draga fram öndunarsýnisgræjurnar um verslunarmannahelgina. Það var klukkan 01:40 aðfararnótt laugardagsins að hartnær þrítugur karlmaður af Suðurnesjum var stöðvaður á Flugvallarvegi. Öndunarsýni sýndi rúmlega 2,0 prómill (á fagmálinu) og verður viðkomandi því kærður fyrir meinta ölvun við akstur.