Aðeins einn leigubíll af 500 vildi aka farþegum innanbæjar í Keflavík
Þann 1. október síðastliðinn sameinuðust Suðurnesin og stór-Reykjavíkursvæðið. Það er þó ekki verið að tala um sameiningu á sveitarfélögum heldur á svæðum sem varða leigubifreiðaakstur. Nú hefur sérstakt aukagjald á milli Reykjavíkur og Suðurnesja verið lagt niður og atvinnusvæði leigubílstjóra stækkað til muna. Þetta þýðir að leigubílar úr Reykjavík mega stunda akstur hér suðurfrá og leigubílar frá Suðurnesjum mega stunda akstur í Reykjavík.
Flestir hafa orðið varir við þessa breytingu enda voru leigubílastöðvarnar í Reykjavík greinilega búnar að undirbúa sig fyrir þetta og hafa í kjölfarið hafið innrás á Reykjanesbæ og þá sérstaklega Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kapphlaupið er hafið og nú heyja leigubílar á þessum svæðum harða samkeppni og hafa auglýsingar frá leigubílastöðvum í Reykjavík sýnt það og sannað.
Þegar Víkurfréttir fjölluðu um þetta mál í byrjun sumars lýstu margir aðilar áhyggjum sínum yfir þessum breytingum og hvaða afleiðingar þær hefðu í för með sér hvað varðar ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Áhyggjurnar voru þær að leigubílar frá Reykjavík myndu aðeins keyra farþega til Reykjavíkur. Áhyggjurnar reyndust á rökum reistar.
Víkurfréttir gerðu stutta könnun í vikunni þar sem þeir höfðu samband við leigubílastöðvar í Reykjavík. Markmiðið með könnuninni var að sjá hvort að leigubílar aki fólki innanbæjar á Suðurnesjum. Eftir að hafa hringt í fjórar leigubílastöðvar í Reykjavík þá var aðeins einn bíll tilbúinn til þess að aka innanbæjar.
Einn bíll af u.þ.b. 500 leigubílum í Reykjavík! Það þykir því ljóst að þjónusta við Suðurnesjamenn hefur ekki aukist eftir breytinguna. Það var leigubílastöðin B.S.R. sem átti einn bíl sem var tilbúinn til þess að aka innanbæjar. Hinar stöðvarnar þ.e.a.s. Hreyfill - Bæjarleiðir, Borgarbílastöðin og Taxi sáu sér ekki fært að þjónusta innanbæjarakstur á Suðurnesjum.
Hreyfill sagði: „Í Keflavík? Til að fara í Keflavík eða sækja þig í Keflavík? Nei erum ekki með bíla til að skutla innanbæjar en förum samt sem áður upp í Leifsstöð.”
Borgarbílastöðin: „Í Keflavík, hvar ertu? Við keyrum ekki innanbæjar.”
Þetta kemur forsvarsmönnum leigubílstjóra á Suðurnesjum ekkert á óvart. Það eru reyndar leigubílstjórarnir á Suðurnesjum sem tapa mest á þessari breytingu. Ingólfur Jónsson, formaður stéttarfélagsins Fylkis sem er félag bílstjóra á Aðalbílum, segir í samtali við Víkurfréttir að tekjuskerðingin við breytinguna væri stórkostleg. „Ég vil meina að þetta sé allt að 30-40% tekjuskerðing á launum hjá okkur. Við erum uppi í Leifsstöð virka daga þ.e.a.s. frá mánudegi til föstudags og þetta er okkar lifibrauð. Þetta verður erfitt,” segir Ingólfur.
„Á morgnana þegar morgunflugið er þá flykkjast þeir suðureftir og eru komnir í bunkum þarna sem við höfum verið. Þetta hefur gengið þar sem við höfum verið með flugstöðina og menn hafa sætt sig við þessa ofboðslegu löngu bið eftir kúnna sem er 4-6 klukkutíma bið. Það er náttúrulega reynt að fá Reykjavíkurtúr út úr því og það hefur gengið af og til en sá túr hefur lækkað um 30-35%.”
En hvað segir Ingólfur um þjónustu við Suðurnesjamenn? „Þjónustan við Suðurnesjamenn eykst ekkert. Það er bara tóm vitleysa hjá Hreyfli að vilja ekki keyra hérna. Þetta er orðið eitt svæði og Reykjanesbær er orðið svæði alveg eins og Grafarvogur. Þannig að ef þeir eiga lausan bíl hérna þá hljóta þeir að senda hann. Þeir geta ekkert farið í fýlu ef að viðskiptavinurinn ætlar á Paddy’s,” segir Ingólfur.
En um starfið sjálft þá segir Ingólfur að leigubílstjórar séu að fá um tvo til þrjá túra á dag en með breyttu fyrirkomulag heldur hann að þetta verði allavega skerðing upp á einn túr á dag og þá meinar hann fyrir þá sem stunda vinnuna vel. „Það er ekkert hægt að lifa á þessu lengur. Leigubílstjórar þurfa að borga aðgang að bílum, við þurfum að borga okkar skyldur og það er ekkert eftir. Á hverju eigum við að lifa? Á meðan hækkar bensínið og olían.”
Enn er ekkert hægt að segja um framtíð leigubílaaksturs á Suðurnesjum. Þeir sem þekkja hann best segja að eftir einn mánuð sé hægt að skoða málið í heild sinni og meta ástandið.
Flestir hafa orðið varir við þessa breytingu enda voru leigubílastöðvarnar í Reykjavík greinilega búnar að undirbúa sig fyrir þetta og hafa í kjölfarið hafið innrás á Reykjanesbæ og þá sérstaklega Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Kapphlaupið er hafið og nú heyja leigubílar á þessum svæðum harða samkeppni og hafa auglýsingar frá leigubílastöðvum í Reykjavík sýnt það og sannað.
Þegar Víkurfréttir fjölluðu um þetta mál í byrjun sumars lýstu margir aðilar áhyggjum sínum yfir þessum breytingum og hvaða afleiðingar þær hefðu í för með sér hvað varðar ferðaþjónustu á Suðurnesjum. Áhyggjurnar voru þær að leigubílar frá Reykjavík myndu aðeins keyra farþega til Reykjavíkur. Áhyggjurnar reyndust á rökum reistar.
Víkurfréttir gerðu stutta könnun í vikunni þar sem þeir höfðu samband við leigubílastöðvar í Reykjavík. Markmiðið með könnuninni var að sjá hvort að leigubílar aki fólki innanbæjar á Suðurnesjum. Eftir að hafa hringt í fjórar leigubílastöðvar í Reykjavík þá var aðeins einn bíll tilbúinn til þess að aka innanbæjar.
Einn bíll af u.þ.b. 500 leigubílum í Reykjavík! Það þykir því ljóst að þjónusta við Suðurnesjamenn hefur ekki aukist eftir breytinguna. Það var leigubílastöðin B.S.R. sem átti einn bíl sem var tilbúinn til þess að aka innanbæjar. Hinar stöðvarnar þ.e.a.s. Hreyfill - Bæjarleiðir, Borgarbílastöðin og Taxi sáu sér ekki fært að þjónusta innanbæjarakstur á Suðurnesjum.
Hreyfill sagði: „Í Keflavík? Til að fara í Keflavík eða sækja þig í Keflavík? Nei erum ekki með bíla til að skutla innanbæjar en förum samt sem áður upp í Leifsstöð.”
Borgarbílastöðin: „Í Keflavík, hvar ertu? Við keyrum ekki innanbæjar.”
Þetta kemur forsvarsmönnum leigubílstjóra á Suðurnesjum ekkert á óvart. Það eru reyndar leigubílstjórarnir á Suðurnesjum sem tapa mest á þessari breytingu. Ingólfur Jónsson, formaður stéttarfélagsins Fylkis sem er félag bílstjóra á Aðalbílum, segir í samtali við Víkurfréttir að tekjuskerðingin við breytinguna væri stórkostleg. „Ég vil meina að þetta sé allt að 30-40% tekjuskerðing á launum hjá okkur. Við erum uppi í Leifsstöð virka daga þ.e.a.s. frá mánudegi til föstudags og þetta er okkar lifibrauð. Þetta verður erfitt,” segir Ingólfur.
„Á morgnana þegar morgunflugið er þá flykkjast þeir suðureftir og eru komnir í bunkum þarna sem við höfum verið. Þetta hefur gengið þar sem við höfum verið með flugstöðina og menn hafa sætt sig við þessa ofboðslegu löngu bið eftir kúnna sem er 4-6 klukkutíma bið. Það er náttúrulega reynt að fá Reykjavíkurtúr út úr því og það hefur gengið af og til en sá túr hefur lækkað um 30-35%.”
En hvað segir Ingólfur um þjónustu við Suðurnesjamenn? „Þjónustan við Suðurnesjamenn eykst ekkert. Það er bara tóm vitleysa hjá Hreyfli að vilja ekki keyra hérna. Þetta er orðið eitt svæði og Reykjanesbær er orðið svæði alveg eins og Grafarvogur. Þannig að ef þeir eiga lausan bíl hérna þá hljóta þeir að senda hann. Þeir geta ekkert farið í fýlu ef að viðskiptavinurinn ætlar á Paddy’s,” segir Ingólfur.
En um starfið sjálft þá segir Ingólfur að leigubílstjórar séu að fá um tvo til þrjá túra á dag en með breyttu fyrirkomulag heldur hann að þetta verði allavega skerðing upp á einn túr á dag og þá meinar hann fyrir þá sem stunda vinnuna vel. „Það er ekkert hægt að lifa á þessu lengur. Leigubílstjórar þurfa að borga aðgang að bílum, við þurfum að borga okkar skyldur og það er ekkert eftir. Á hverju eigum við að lifa? Á meðan hækkar bensínið og olían.”
Enn er ekkert hægt að segja um framtíð leigubílaaksturs á Suðurnesjum. Þeir sem þekkja hann best segja að eftir einn mánuð sé hægt að skoða málið í heild sinni og meta ástandið.