Aðeins einn Íslendingur uppfyllir strangar hæfniskröfur. Var búið að ráðstafa stöðunni?
Svo virðist sem aðeins einn Íslendingur uppfylli þær hæfniskröfur sem settar voru fram þegar staða forstöðumanns Háskólaseturs Suðurnesja í Sandgerði var auglýst á dögunum. Viðkomandi þarf að hafa doktorspróf í eiturefnavistfræði.
Háskólasetur Suðurnesja er vettvangur fyrir samstarf Háskóla Íslands við sveitarfélög á Suðurnesjum, stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga. Í auglýsingunni, sem birtist á Starfatorg.is, segir að tilvonandi forstöðumaður hafi umsjón með starfsemi setursins, fjármálum þess og daglegum rekstri. Í því felst meðal annars skipulagning rannsókna- og samstarfsverkefna, áætlanagerð og yfirumsjón með fjáröflun auk þess sem forstöðumaður þarf að leiðbeina háskólanemum í framhaldsnámi og sjá um kennslu.
Siggeir Fannar Ævarsson er einn umsækjenda. Hann segir að auglýsingin hafi vakið athygli hans, enda með reynslu af kennslu og rannsóknum, auk þess sem hann hafi hug á að sækja meistaranám í safnafræðum í framtíðinni. En stífar hæfniskröfur dæmdu hann umsvifalaust úr leik. Hann telur að starfið hafi verið sérhannað fyrir ákveðinn einstakling.
Pressan.is greinir frá þessu. Sjá mér ítarlegri umfjöllun Pressunnar hér.