Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins 2225% yfir kostnaðaráætlun
Frá vinnu við sjóvarnir í Leiru. Mynd úr safni.
Föstudagur 16. desember 2016 kl. 10:05

Aðeins 2225% yfir kostnaðaráætlun

Áætlaður verktakakostnaður vegna sjóvarna norðan við Marargötu í Vogum og í Breiðagerðisvík á Vatnsleysuströnd var 16,5 milljónir.

Tilboð hafa verið opnuð hjá Vegagerðinni í verkið. Sjö tilboð bárust og átti Óskaverk ehf. í Kópavogi lægsta tilboðið, tæpar 15 milljónir. Príma ehf., einnig í Kópavogi, átti hæsta tilboðið, 367,3 milljónir. Var það tilboð heilum 352,3 milljónum yfir lægsta tilboði, eða 2225,3% yfir kostnaðaráætlun. Morgunblaðið greinir frá þessu í dag.

Verkið fólst í útlögn grjóts og kjarna, um 2.600 rúmmetrar og upptekt og endurröðun, um 450 rúmmetrar. Verkinu skal lokið eigi síðar en 15. maí 2017.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024