Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðeins 209 atkvæði utan kjörfundar á Suðurnesjum
Föstudagur 26. nóvember 2010 kl. 12:44

Aðeins 209 atkvæði utan kjörfundar á Suðurnesjum

Atkvæðagreiðslu utan kjörfundar vegna stjórnlagaþingskosninga er lokið hjá sýslumanninum í Keflavík. Alls greiddu 209 atkvæði sem er lang minnsta kjörsókn utan kjörfundar í öllum kosningum síðastliðinn áratug.

Í Icesave kosningunum kusu 485, og þá eins og nú eru móttekin aðsend atkvæði meðtalin.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Í síðustu þrennum alþingiskosningum og síðustu þrennum sveitarsjórnarkosningum kusu að meðaltali 834, en aðsend atkvæði eru ekki meðtalin í þeim tölum.