Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðdáendur norðurljósa sköpuðu stórhættu
Þriðjudagur 27. mars 2018 kl. 11:32

Aðdáendur norðurljósa sköpuðu stórhættu

Lögreglan á Suðurnesjum þurfti um síðastliðna helgi að hafa afskipti af erlendum ferðamönnum sem höfðu stöðvað bifreiðir sínar á Grindavíkurvegi  til að dást að norðurljósunum. Þegar lögreglumenn bar að hafði mörgum bifreiðum verið lagt úti í vegkanti  og voru þær ljóslausar og sumar hverjar mannlausar.

Lögreglumenn bentu ferðamönnunum góðfúslega á að þessi umferðarhegðun væri ekki í boði á vegum hér á landi. Jafnframt að þeir gætu lagt bifreiðum sínum á útsýnissvæði þar skammt frá og gætu þeir nýtt sér slík stæði á ferðum sínum um landið.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024