Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalstöðin að loka
Fimmtudagur 7. nóvember 2013 kl. 08:43

Aðalstöðin að loka

N1 mun hætta rekstri Aðalstöðvarinnar svokölluðu, sögufrægs söluturns við Hafnargötu. Rekin hefur verið söluturn í húsnæðinu frá því á sjötta áratugnum en leigubílastöðin Aðalstöðin sá um reksturinn í upphafi. Þá var veitingasalan opin allan sólarhringinn en sá háttur var á um lengri tíma. Af mörgum var söluturninn talinn miðpunktur bæjarlífsins. Húsið er í eigu N1 sem keypti það ásamt því að taka við rekstri söluturnsins árið 2001. Frá þessu er greint í Morgunblaðinu í dag.

Í Morgunblaðinu segir jafnframt að ekki sé búið að taka ákvörðun um framhald rekstursins eða hvort húsið verður selt öðrum aðila.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024