Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalskipulag vegna Rósaselstorgs sent til staðfestingar
Föstudagur 13. apríl 2018 kl. 06:00

Aðalskipulag vegna Rósaselstorgs sent til staðfestingar

Skipulags- og byggingarnefnd Sveitarfélagsins Garðs leggur til við bæjarstjórn að breyting á aðalskipulagi við Rósaselstorg verði samþykkt og send til Skipulagsstofnunar til staðfestingar.
Aðalskipulag Garðs 2013-2030 hefur verið til meðferðar síðustu misseri. Meðal annars tillaga að breytingu vegna Rósaselstorgs, Garðvangs og hindrunarflata Keflavíkurflugvallar.

Áform eru uppi um talsverða uppbyggingu við Rósaselstorg í landi Sveitarfélagsins Garðs. Þar eru uppi áform um byggingu verslunar- og þjónustumiðstöðvar. Gengið hefur verið frá samningum við fjóra aðila um rekstur í verslunar- og þjónustukjarnanum Rósaselstorgi sem áætlað er að rísi rétt við flugstöðina á Keflavíkurflugvelli. Á meðal þeirra eru Nettó með matvöruverslun, Subway, Pizza Hut, KFC, Taco Bell og Grill 66 með veitingastaði og Olís með eldsneytissölu og þjónustu. Auk fjölbreyttrar þjónustu við erlent og innlent ferðafólk þá er þess vænst að staðsetning kjarnans geti verið gátt að ferðamannastöðum á Reykjanesi og fjölgað þeim erlendu ferðamönnum sem staldra við á svæðinu, að því er fram kemur í tilkynningu frá

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Kaupfélagi Suðurnesja sem unnið hefur að opnun þjónustukjarnans og var birt haustið 2016.
Samhliða mikilli fjölgun farþega um Keflavíkurflugvöll hefur þörf fyrir fjölbreyttari verslun og þjónustu á flugvallarsvæðinu aukist. Greiðlega hefur gengið að fá rekstraraðila að verkefninu sem leigja munu rými í nýja kjarnanum en dregist hefur að hefja framkvæmdir þar sem enn er verið að hnýta lausa enda í skipulagi svæðisins. Þeir endar ættu að vera hnýttir með samþykkt aðalskipulagsins.