Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalsafnaðarfundur í skugga fjármálaúttektar
Laugardagur 9. apríl 2016 kl. 11:45

Aðalsafnaðarfundur í skugga fjármálaúttektar

Aðalsafnaðarfundur Ytri-Njarðvíkursóknar verður haldinn á morgun, sunnudaginn 10. apríl, að lokinni guðsþjónustu sem hefst klukkan 11:00. Fjárreiður sóknarinnar hafa verið til athugunar hjá Ríkisendurskoðun og Kirkjuráði síðan í byrjun árs vegna líknarsjóðs og akstursstyrkja til sóknarprests.

Þórir Jónsson hefur fylgst vel með málefnum sóknarinnar undanfarin ár og var þar áður meðhjálpari. Hann segir mikilvægt að meðlimir sóknarinnar mæti á aðalsafnaðarfundinn þar sem fólki gefst kostur á að spyrja út í fjármál sóknarinnar og fá á þeim útskýringar. „Þetta er okkar söfnuður og það getur enginn annar en við, hvorki Biskupsstofa né annar, spurt þessara spurninga. Samkvæmt 15. gr. starfsreglna um sóknarnefndir nr. 1111/2011 ber sóknarnefnd skylda til að svara spurningum varðandi fjármál kirkjunnar og rekstur hennar,“ segir hann. Þá segir hann fjármál sóknarinnar í miklum ólestri, svo sem varðandi líknarsjóð og almenna safnaðarþjónustu.

„Ef fólk vill fá upplýsingar um starf og rekstur kirkjunnar er aðalsafnaðarfundurinn rétti vettvangurinn. Það eru um fimm þúsund manns í prestakallinu og það er undir safnaðarmeðlimum komið hvernig hlutunum verður háttað í framhaldinu, til dæmis með kosningu í sóknarnefnd,” segir Þórir.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024