Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðallega gýs á tveimur stöðum
Frá eldstöðvunum nærri Sundhnúk í dag. VF-myndir: Ísak Finnbogason
Þriðjudagur 19. desember 2023 kl. 17:09

Aðallega gýs á tveimur stöðum

Aðallega gýs á tveimur stöðum á sprungunni sem opnaðist með eldgosi í gærkvöldi kl. 22:17. Syðsta gosopið er um tvo kílómetra norðan við Sundhnúk og er 3-500 metra löng sprunga. Önnur svipuð er aðeins norðar. Þá er lítið gosop við Stóra-Skógsfell, segir í frétt á RÚV.

Góðu fréttirnar af gosinu eru þær að hraun er ekki að renna í suður í átt að byggð. Þá er ekki mikil gasmengun frá gosinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Ísak Finnbogason, ljósmyndari Víkurfrétta, flaug yfir gosstöðvarnar nærri Sundhnúk í dag og tók meðfylgjandi myndir.