Aðalheiður Héðinsdóttir Frumkvöðull ársins 2004
Aðalheiður Héðinsdóttur, stofnandi Kaffitárs, hlaut nafnbótina Frumkvöðull ársins 2004 en viðurkenninguna veitti Viðskiptablaðið. Valgerður Sverrisdóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhenti verðlaunin við athöfn á Grand Hótel Reykjavík að viðstöddu fjölmenni úr viðskiptalífinu.
„Þetta er skemmtileg viðurkenning fyrir okkar fyrirtæki og starfsfólk,“ sagði Aðalheiður og bætir því við að viðurkenningin hvetji hana til að halda áfram á sömu braut.
Önnur suðurnesjakona fékk viðurkenningu frá Viðskiptablaðinu en það var Guðfinna S. Bjarnadóttir, rektor Háskólans í Reykjavík, sem fékk Viðskiptaverðlaunin 2004.
VF-mynd: Atli Már