Ritstjórn skrifar
föstudaginn 19. júlí 2019 kl. 11:27
Aðalgötu lokað vegna framkvæmda
Aðalgata í Keflavík verður lokuð við Smáratún frá kl. 8.00 mánudaginn 22. júlí næstkomandi vegna gatnagerðaframkvæmda. Gatan verður opnuð aftur seinnipart dags miðvikudaginn 24. júlí.
Vegfarendum er bent á að nýta sér hjáleiðir meðan á framkvæmdum stendur og sýna aðgát við framkvæmdasvæði.