Aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja: Öll stjórnin endurkjörin
Aðalfundur Starfsmannafélags Suðurnesja var haldinn á Glóðinni í Keflavík, Reykjanesbæ í gærkvöldi. Þetta var fyrsti aðalfundur félagsins en það varð til við sameiningu Starfsmannafélags Suðurnesbyggða og Starfsmannafélags Reykjanesbæjar í lok ársins 2000.Félagar eru 635 og hefur þeim fjölgað um rúmlega 100 eða 17% frá stofnun félagsins. STFS er fimmta stærsta aðildarfélag innan BSRB. Á fundinum í gærkvöldi var öll stjórn félagsins endurkjörin en hana skipa, Ragnar Örn Pétursson formaður, Sæmundur Pétursson varaformaður, Valdís Sigurbjörnsdóttir gjaldkeri, Þorgerður Guðmundsdóttir ritari og Ásdís Óskarsdóttir meðstjórnandi. í varastjórn Jóhannes Jóhannesson og Margrét Böðvarsdóttir. Ögmundur Jónasson formaður BSRB var gestur fundarins og flutti hann ávarp.