Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík: Framboð Ellerts hlaut ekki hljómgrunn
Aðalfundur Sparisjóðsins í Keflavík var haldinn í Stapanum í gær 14. mars 2003.
174 stofnfjáraðilar sóttu fundinn og hafa aðalfundir Sparisjóðsins aldrei verið fjölmennari. Dagskrá fundarins var í lengra lagi vegna breytinga á samþykktum. Einnig tóku kosningar stjórnar nokkurn tíma og stóð því fundurinn í rúma fjóra tíma. Ellert Eiríksson bauð sig m.a. fram til stjórnarsetu í Sparisjóðnum en sitjandi stjórn hélt velli.Benedikt Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og fjallaði m.a. um undirbúning að hlutafélagavæðingu SPKEF sem unnið var að á síðasta ári en hefur verið slegið á frest. Einnig gerði hann að umtalsefni þær hugmyndir um að allir stjórnarmenn yrðu kjörnir á aðalfundi af stofnfjáraðilum svo að um tilnefningu á stjórnarmönnum af hálfu sveitarstjórna á starfssvæðinu yrði ekki lengur að ræða. Benedikt mælti ekki með þessari leið og taldi óbreytta stjórnarsamsetningu þjóna hagsmunum Sparisjóðsins best að svo stöddu.
Bergur Vernharðsson flutti tillögu þess að efnis að stofnfjáraðilar kysu alla stjórnarmenn og felldi fundurinn þá tillögu.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri greindi í ræðu sinni frá þeim hræringum sem hafa verið á íslenskum fjármálamarkaði og sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af. Yfirtaka hefur verið reynd á nokkrum sparisjóðum með litlum árangri og dótturfyrirtæki sparisjóðanna hafa verið seld að hluta til. Geirmundur talaði um nauðsyn þess að treysta þá góðu stöðu sem sparisjóðirnir hafi í hugum viðskiptavina sinna. Það hafi m.a. komið glögglega kom fram í niðurstöðum íslensku ánægjuvogarinnar sem birtar voru í nýliðinni og voru sparisjóðirnir í efsta sæti í flokki fjármálafyrirtækja. Því næst fór hann yfir afkomu Sparisjóðsins í Keflavík sem var viðunandi þó markmiðum um arðsemi hafi ekki verið náð.
Breytingar á samþykktum Sparisjóðsins í Keflavík voru taldar nauðsynlegar í ljósi nýrrar lagasetningar um fjármálafyrirtæki og voru þær samþykktar einróma af fundarmönnum.
174 stofnfjáraðilar sóttu fundinn og hafa aðalfundir Sparisjóðsins aldrei verið fjölmennari. Dagskrá fundarins var í lengra lagi vegna breytinga á samþykktum. Einnig tóku kosningar stjórnar nokkurn tíma og stóð því fundurinn í rúma fjóra tíma. Ellert Eiríksson bauð sig m.a. fram til stjórnarsetu í Sparisjóðnum en sitjandi stjórn hélt velli.Benedikt Sigurðsson flutti skýrslu stjórnar og fjallaði m.a. um undirbúning að hlutafélagavæðingu SPKEF sem unnið var að á síðasta ári en hefur verið slegið á frest. Einnig gerði hann að umtalsefni þær hugmyndir um að allir stjórnarmenn yrðu kjörnir á aðalfundi af stofnfjáraðilum svo að um tilnefningu á stjórnarmönnum af hálfu sveitarstjórna á starfssvæðinu yrði ekki lengur að ræða. Benedikt mælti ekki með þessari leið og taldi óbreytta stjórnarsamsetningu þjóna hagsmunum Sparisjóðsins best að svo stöddu.
Bergur Vernharðsson flutti tillögu þess að efnis að stofnfjáraðilar kysu alla stjórnarmenn og felldi fundurinn þá tillögu.
Geirmundur Kristinsson, sparisjóðsstjóri greindi í ræðu sinni frá þeim hræringum sem hafa verið á íslenskum fjármálamarkaði og sparisjóðirnir hafa ekki farið varhluta af. Yfirtaka hefur verið reynd á nokkrum sparisjóðum með litlum árangri og dótturfyrirtæki sparisjóðanna hafa verið seld að hluta til. Geirmundur talaði um nauðsyn þess að treysta þá góðu stöðu sem sparisjóðirnir hafi í hugum viðskiptavina sinna. Það hafi m.a. komið glögglega kom fram í niðurstöðum íslensku ánægjuvogarinnar sem birtar voru í nýliðinni og voru sparisjóðirnir í efsta sæti í flokki fjármálafyrirtækja. Því næst fór hann yfir afkomu Sparisjóðsins í Keflavík sem var viðunandi þó markmiðum um arðsemi hafi ekki verið náð.
Breytingar á samþykktum Sparisjóðsins í Keflavík voru taldar nauðsynlegar í ljósi nýrrar lagasetningar um fjármálafyrirtæki og voru þær samþykktar einróma af fundarmönnum.