Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalfundur Samtaka stofnfjáreigenda Spkef í dag
Miðvikudagur 30. maí 2012 kl. 11:43

Aðalfundur Samtaka stofnfjáreigenda Spkef í dag

Aðalfundur Samtaka stofnfjáreigenda í Sparisjóðnum í Keflavík verður í dag miðvikudaginn 30. maí kl. 18:00 í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Að sögn Þórunnar Einarsdóttur, formanns samtakanna virðist hafa myndast áhugi meðal fólks á því að skoða málsókn á hendur yfirmönnum, stjórn og endurskoðendum Sparisjóðsins í Keflavík.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Sigríður Rut Júlíusdóttir lögmaður samtakanna mætir á fundinn og kynnir það hvernig staðið yrði að þessum málaferlum.

Reikningar félagsins verða kynntir og ýmis önnur hagsmunamál rædd.

VF-mynd/pket: Þórunn Einarsdóttir í ræðustól á síðasta fundi samtakanna.