Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalfundur Félags eldri borgara 2005
Miðvikudagur 20. apríl 2005 kl. 13:45

Aðalfundur Félags eldri borgara 2005

Aðalfundur Félags eldri borgara á Suðurnesjum var haldinn í Selinu Reykjanesbæ laugardaginn 16. apríl 2005. Fundurinn var vel sóttur.

Gestir fundarins voru: Ólafur Ólafsson fyrrverandi formaður Félags eldri borgara í Reykjavík, sem talaði um launamál aldraðra og samskipti við ríkisvaldið. Þá fjallaði Sigrún Þorsteinsdóttir frá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, um slysavarnir fyrir eldri borgara.

Mikill kraftur er í starfsemi félagsins og fjölgaði félagsmönnum um 130 á árinu og eru nú 986.  Aðalstjórn félagsins var öll endurkjörin. Í lok fundarins voru samþykktar ályktanir og áskoranir um málefni aldraðra.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024