Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Aðalfundur björgunarsveita í Grindavík
Laugardagur 7. maí 2005 kl. 11:04

Aðalfundur björgunarsveita í Grindavík

Á fjölsóttum aðalfundi Björgunarsveitarinnar Þorbjörns í Grindavík, Björgunarbátarsjóðs Grindavíkur og Unglingadeildarinnar Hafbjargar kom fram að rekstur sveitanna var með besta móti á síðasta ári.

Meðlimum fjölgaði töluvert jafnt í Þorbirni og Hafbjörgu og fjölgaði útköllum björgunarsveitarinnar á milli ára. Á árinu 2004 fékk sveitin 45 útköll og beiðnir um aðstoð, 21 á sjó, 21 á landi og 3 voru bæði á sjó og á landi.

Það sem bar hæst á árinu var björgun Skipverja á Sigurvin GK 61 sem hvolfdi í innsiglingunni í Grindavíkurhöfn í janúar. Voru þrír félagar sveitarinnar heiðraðir á margvíslegan hátt og fengu m.a. Heiðursorðu islenska lýðveldisins.

Daníel Gestur Tryggvason, fráfarandi formaður Þorbjarnar, sagði í erindi sínu að ekki mætti slaka á í búnaðarkaupum og þjálfunarmálum auk þess sem endurnýjun á bílakosti sveitarinnar sé nauðsynleg.

Daníel lét af störfum sem formaður sveitarinnar, en Bogi Adólfsson var kjörinn í hans stað.

Þetta kom fram á vef Grindavíkurbæjar.

VF-mynd úr safni

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024