Aðalbílar opna á morgun
Ný leigubílastöð í Reykjanesbæ undir nafninu Aðalbílar mun hefja rekstur á morgun, fimmtudag. Leigubílastöðin mun vera til húsa hjá Ný-ung að Hafnargötu 8 og eru aðstæður þar eins og best verður á kosið. Flestir leigubílstjórarnir sem voru á Aðalstöðinni munu færa sig yfir á Aðalbíla en um er að ræða um 20 bíla. Ástæðan er að Aðalstöðin er að hætta með leigubílastöð og því þurftu þeir að finna nýtt pláss og það var þá sem feðgarnir, Garðar Oddgeirsson og Oddgeir Garðarsson, komu til sögunnar og tóku að sér reksturinn.Eins og áður sagði eru aðstæður í nýja húsnæðinu mjög góðar en þar mun leigubílstjórum Aðalbíla gefast kostur á að þrífa bíla sína innandyra en hægt er að koma allt að þremur bílum inn í einu. "Við ætlum að reyna að hækka standardinn aðeins upp með því að hafa leigubílstjórana snyrtilega til fara og bílana hreina. Þetta er gert til að viðskiptavininum líði betur en það er það sem skiptir mestu máli", sagði Oddgeir í samtali við Víkurfréttir.
Oddgeir sagði að búið væri að vinna í þessu frá því í nóvember á síðasta ári en þá var ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd. "Þessi rekstur hentar Ný-ung mjög vel því það bætist bara við símaþjónustan".
Oddgeir sagði að leigubílaþjónustan yrði með svipuðum hætti og áður. "Ég býst ekki við því að gera miklar breytingar en við munum halda áfram að bjóða upp á góða þjónustu við Suðurnesjamenn, t.d. með því að hafa búðina opna allan sólarhringinn ásamt því að auka skyndibitaúrvalið en að öðru leiti verður þetta mjög svipað".
Oddgeir sagði að búið væri að vinna í þessu frá því í nóvember á síðasta ári en þá var ákveðið að ráðast í þessa framkvæmd. "Þessi rekstur hentar Ný-ung mjög vel því það bætist bara við símaþjónustan".
Oddgeir sagði að leigubílaþjónustan yrði með svipuðum hætti og áður. "Ég býst ekki við því að gera miklar breytingar en við munum halda áfram að bjóða upp á góða þjónustu við Suðurnesjamenn, t.d. með því að hafa búðina opna allan sólarhringinn ásamt því að auka skyndibitaúrvalið en að öðru leiti verður þetta mjög svipað".