Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast
Úr vefmyndavél Veðurstofu Íslands á Hagafelli.
Mánudagur 29. júlí 2024 kl. 12:05

Að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast

Í morgun upp úr klukkan átta mældist aukin smáskjálftavirkni á Sundhnúkgígaröðinni. Virknin stóð yfir í um 50 mínútur og eru að öllum líkindum merki um að þrýstingur sé að aukast í kerfinu, segir í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Ekki mældust marktækar breytingar á aflögun eða borholuþrýstingi samhliða skjálftavirkninni. Sambærilega kvikuhreyfingar hafa mælst í aðdraganda fyrri atburða á svæðinu.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Veðurstofan mun senda frá sér uppfært hættumat í lok dags á morgun, að öllu óbreyttu.