Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ábyrgjast lán Brunavarna Suðurnesja vegna nýrrar slökkvistöðvar
Hér mun ný slökkvistöð rísa á næstu mánuðum. VF-mynd: Hilmar Bragi
Föstudagur 4. janúar 2019 kl. 07:02

Ábyrgjast lán Brunavarna Suðurnesja vegna nýrrar slökkvistöðvar

Reykjanesbær hefur samþykkt að veita einfalda ábyrgð til tryggingar láns Brunavarna Suðurnesja bs. hjá Lánasjóði sveitarfélaga að höfuðstól allt að 550 milljónir króna með lokagjalddaga þann 15. nóvember 2055. Er lánið tekið til byggingar nýrrar slökkvistöðvar. Suðurnesjabær og Sveitarfélagið Vogar, sem einnig eiga aðild að Brunavörnum Suðurnesja, hafa einnig samþykkt ábyrgðir vegna lánsins.
 
Brunavarnir Suðurnesja láta nú byggja fyrir sig nýja slökkvistöð að Flugvöllum 29 í Reykjanesbæ. Samið hefur verið við ÍSTAK um byggingu stöðvarinnar sem á að vera tilbúin fyrir árslok 2019. Bygginakostnaður er um 730 milljónir króna.
 
Staðsetning slökkvistöðvarinnar við Flugvelli, ofan Iðavalla, er talin mjög góð. Stöðin sé miðsvæðis þegar horft er til þjónustusvæðis Brunavarna Suðurnesja sem nær frá Reykjanesbæ, í Sandgerði, Garð og Voga. Þá er stutt í flugstöðina en sjúkraflutningum í tengslum við aukinn ferðamannastraum til landsins fjölgar hratt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024