Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ábyrg nýting auðlinda - Grindavík gefur tóninn
Miðvikudagur 19. mars 2014 kl. 09:24

Ábyrg nýting auðlinda - Grindavík gefur tóninn

Í tilefni Menningarviku Grindavíkur verður haldið málþing um ábyrga nýtingu auðlinda í Kvikunni, miðvikudaginn 19. mars kl. 17. Gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar á Íslandi eiga margt sameiginlegt, hvort sem um ræðir sjávarútveg, orkusölu, ferðaþjónustu eða skapandi greinar.  

Lykilinn að árangursríkri markaðssetningu þeirra felst í ábyrgri nýtingu takmarkaðra auðlinda. Þar þarf að ríma saman efnahagsleg, félagsleg og umhverfisleg sjálfbærni. Óvíða má sjá jafngreinileg tækifæri til samvinnu þessara greina og í Grindavík og nágrenni. Í erindi sínu mun Eggert Benedikt Guðmundsson forstjóri N1 fjalla um mögulega samvinnu atvinnugreinanna í markaðsmálum. Í kjölfarið munu eftirtalin ræða málin á pallborði, sem Bryndís Gunnlaugsdóttir Holm forseti bæjarstjórnar Grindavíkur stýrir. Þessir einstaklingar hafa mjög fjölbreytta reynslu og þekkingu sem mun eflaust leiða til líflegrar og gagnlegrar umræðu.

• Ásgeir Margeirsson forstjóri HS orku
• Arnar Már Arnþórsson, Sölu- og markaðsstjóri Bláa Lónsins
• Erla Ósk Pétursdóttir verkefnastjóri Codlands
• Guðbergur Bergsson rithöfundur og heiðursborgari Grindavíkur

Grindavíkurbær var fyrst íslenskra sveitarfélaga til að marka sér Auðlindastefnu, sem hægt er að nálgast hér.
 

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024