Áburður og lýsi úr fiskslógi
Í fiskslógi er að finna efni sem nýta má til að framleiða verðmætar afurðir, meðal annars áburð fyrir plöntur og lýsi fyrir fiskeldi og gæludýr. Vinnsla á slógi í þessum tilgangi er að hefjast hjá Mar Biotech í Sandgerði að undangengnum miklum fortilraunum, að því er fram kemur í nýjustu Fiskifréttum.
Fyrirtækið er vel tækjum búið og er núverandi afkastageta mörg þúsund tonn á ári. Reikna er með að fyrstu afurðir gætu verið tilbúnar og jafnvel komnar á markað næsta vor.
www.skip.is greinir frá.