Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ábending til foreldra
Fimmtudagur 20. desember 2007 kl. 15:33

Ábending til foreldra

Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ beina þeim tilmælum til foreldra að þeir brýni fyrir börnum sínum að það sé hættulegt að taka perurnar úr jólaseríum stóru jólatránna við Tjarnagötu og Duustorg. Nokkuð hefur borið á því að undanförnu.
Þá er þetta miður skemmtilegt bæði fyrir bæjarbúa sem og bæjarstarfsmenn sem standa í ströngu þessa dagana.

Lögreglan mun vera með sérstaka vakt á trjánum vegna þessa og er vitaskuld afar leiðinlegt það skuli þurfa til.

Jólasveinar standa við tréð við Tjarnargötu. Nokkuð hefur verið um að perurnar hafi verið teknar úr stæðum sínum.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024