Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Ábending barst um sprengiefni í fimm ferðatöskum
Mesti viðbúnaður hefur verið í allan morgun á Keflavíkurflugvelli. VF-myndir/pket.
Fimmtudagur 16. ágúst 2012 kl. 09:09

Ábending barst um sprengiefni í fimm ferðatöskum

Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar nú sprengjuhótun í rússneskri Airbus flugvél sem lenti í Keflavík í morgun.

Ábending um að fimm ferðatöskur um borð í rússnesku flugvélinni sem lenti í Keflavík í morgun, væru með sprengiefni, barst lögregluyfirvöldum í Bandaríkjunum samkvæmt frétt á BBC. Flugvélin sem er af gerðinni Airbus frá flugfélaginu Aeroflot lenti um kl. 6.30 í morgun en er nú geymd sunnarlega á flugvellinum. 253 farþegar eru um borð í vélinni.

Friðþór Eydal, upplýsingafulltrúi Isavia segir að nú sé málið alfarið í umsjá Lögreglunnar á Suðurnesjum. Farþegar í vélinni voru nýlega fluttir á afvikinn stað á meðan rannsókn stendur yfir.

Mikill viðbúnaður hefur verið og er enn og er unnið eftir flugslysa- og flugverndaráætlun Keflavíkurflugvallar. Flugverndaráætlun er virkjuð þegar grunur leikur á ólöglegu athæfi. Aðgerðum er stjórnað af lögreglustjóranum á Keflavíkurflugvelli.

Örlítil töf varð á farþegaflugi í morgun, bæði í brottförum og einnig í komum.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglu. Flugvélar töfðust aðeins í morgun vegna sprengjuhótunarinnar.