Áætlunarferðir milli Garðs og Reykjanesbæjar
Samkomulag hefur tekist milli Sveitarfélagsins Garðs og SBK um fjölgun ferða milli Garðs og Reykjanesbæjar. Byrjað verður að aka eftir nýrri áætlun 4. ágúst nk. Þetta fyrirkomulag verður auglýst nánar í næstu viku.Að undanförnu hafa margir bent á það að nauðsynlegt sé að hafa fleiri rútuferðir á milli Garðs og Reykjanesbæjar. Samkomulag þetta er gert við SBK í trausti þess að íbúar muni notfæra sér þessa auknu þjónustu. Aukin þjónusta á þessu sviði þýðir einnig aukin útgjöld fyrir bæjarsjóð, en verði vagnar SBK notaðir er þeim fjármunum vel varið, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.






