Áætlunarferðir milli Garðs og Reykjanesbæjar

Að undanförnu hafa margir bent á það að nauðsynlegt sé að hafa fleiri rútuferðir á milli Garðs og Reykjanesbæjar. Samkomulag þetta er gert við SBK í trausti þess að íbúar muni notfæra sér þessa auknu þjónustu. Aukin þjónusta á þessu sviði þýðir einnig aukin útgjöld fyrir bæjarsjóð, en verði vagnar SBK notaðir er þeim fjármunum vel varið, segir í frétt á vef Sveitarfélagsins Garðs.