Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áætlunarbílar frá flugstöðinni í Bláa lónið
Fimmtudagur 22. júní 2006 kl. 16:46

Áætlunarbílar frá flugstöðinni í Bláa lónið

Áætlunarferðir milli Flugstöðvar Leifs Eiríkssonar og Bláa lónsins með viðkomu í Reykjanesbæ og Grindavík eru að hefjast. Verkefnið er auglýst í Víkurfréttum í dag en í boði verða 10 ferðir á dag milli flugstöðvarinnar og Bláa lónsins.

 

Ekið verður um Reykjanesbæ og höfð viðkoma við hótelin í Reykjanesbæ, Biðskýlið í Njarðvík og Stekkjarkot áður en ekið er í Bláa lónið. Þrjár ferðir eru síðan frá Bláa lóninu til Grindavíkur. Það er Reykjanesbær sem stofnar til áætlunar–ferðanna í samstarfi við flugstöðina, Aðalbíla, Bláa lónið og Grindavíkurbæ.

 

Farmiðinn í Bláa lónið kostar 500 krónur og 200 krónur aukalega sé farið alla leið til Grindavíkur. Hins vegar er ókeypis með bílunum á milli flugstöðvarinnar og Reykjanesbæjar. Tímataflan er auglýst í blaðinu í dag en þeir sem ætla að nýta sér þjónustuna eru beðnir um að kynna sér þennan valmöguleika vel.

 

Að sögn Steinþórs Jónssonar, sem unnið hefur að verkefninu, er þetta mikið framfaraspor í samgöngum á svæðinu, að geta boðið upp á ferðir á milli þessara áfangastaða.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024