Áætlun um endurreisn Íslands kynnt í Grindavík í kvöld
Samfylkingin hefur boðað til tveggja funda á Suðurnesjum þar sem áætlun um endurreisn Íslands verður kynnt. Fyrri fundurinn er í kvöld í Grindavík en hinn síðari í Reykjanesbæ á morgun, þriðjudag.
Á fundunum flytja þingmenn og sveitarstjórnarmenn ávörp, en að öðru leyti verða fundirnir í formi spurninga og svara um þau stóru og vandasömu mál sem verið er að leiða til lykta í ríkisstjórn og á Alþingi þessar vikurnar.  
 
Umræðuefnin verða m.a.: Hagur heimilanna - Meiri atvinna  - Lífvænleg fyrirtæki - Gengi og vextir –Ríkisfjármál –Stöðugleikasamningur - Icesave samningarnir - Aðildarumsókn að ESB - Samvinna í ríkisstjórn og hlutverk Samfylkingarinnar.  Allir fundirnir hefjast  kl. 20 og eru allir velkomnir, segir í tilkynningu.
 
Fundarstaðir eru eftirfarandi: 
Mánudagur 22. júní
 
Grindavík  - Verkalýðshúsið
Frummælendur:
Jóna Kristín Þorvaldsdóttir bæjarstjóri , Guðbjartur Hannesson
Oddný Harðardóttir og Björgvin G. Sigurðsson
 
Þriðjudagur 23. júní
 
Reykjanesbær- Ráin
Frummælendur:
Árni Páll Árnason félags- og tryggingamálaráðherra, Guðbrandur Einarsson bæjarfulltrúi
Oddný Harðardóttir og Róbert Marshall

Mynd af Grindavík. Þar verður Samfylkingin með fund í kvöld.





 
						 
						 
						 
						 
						 
						

 
				 
				 
				 
				 
				
 
				 
				 
				 
				