Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áætlar að hringtorgið opni fyrir helgi
Fimmtudagur 31. ágúst 2017 kl. 10:10

Áætlar að hringtorgið opni fyrir helgi

„Það gleður mig að segja frá því að Ístak berst hetjulega við að klára hringtorgið við Aðalgötu og Reykjanesbraut fyrir Ljósanæturhelgina og opna fyrir umferð,“ segir Guðbergur Reynisson á Facebook síðu „Stopp hingað og ekki lengra“.

Verklok voru upprunalega áætluð um miðjan september, en einnig er unnið að hringtorgi á Reykjanesbraut til móts við Þjóðbraut. Guðbergur segir í samtali við Víkurfréttir að það hringtorg ætti að vera tilbúið um miðjan september eins og áætlað var.

Hringtorgin eru hönnuð sem tvöföld hringtorg og verður ytri hringur fyrst tekinn í notkun og verður þá hægt að stækka hringtorgið með innri hring þegar farið verður í tvöföldun Reykjanesbrautar. Útboð á hringtorgunum fór fram fyrr í sumar og var verktakafyrirtækið Ístak lægstbjóðandi.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024