Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Áætlanir um hjólastíg frá FLE til Reykjavíkur
Miðvikudagur 14. maí 2014 kl. 09:29

Áætlanir um hjólastíg frá FLE til Reykjavíkur

Ferðamenn sem koma hingað til lands á reiðhjólum hafa þurft að sætta sig við það að ekki liggur göngu- og hjól­reiðastíg­ur frá Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar til Reykjavíkur. Málið var rætt á íbúa­fund­um með bæj­ar­stjóra Reykja­nes­bæj­ar í síðustu viku en Árni Sigfússon segir málið vera forgangsatriði fyrir ferðaþjónustuna og hann telur best að tengja stígana við þá sem fyrir eru í Reykjanesbæ.

„Ferðamenn sjálf­ir hafa bent á þá staðreynd að þeir sem vilja hjóla eða ganga að og frá Flug­stöðinni eiga þess nauðugan kost ein­an að fara út á ak­braut­irn­ar. Það hlýt­ur að vera for­gangs­mál fyr­ir ferðaþjón­ust­una að bjóða teng­ingu frá Leifs­stöð a.m.k. við göngu­stíga­kerfi Reykja­nes­bæj­ar, sem er ein­fald­ast og ódýr­ast,“ seg­ir Árni Sig­fús­son bæj­ar­stjóri í Reykja­nes­bæ í frétta­til­kynn­ingu sem Reykja­nes­bær hef­ur sent frá sér. Þar segir einnig að málið hafi verið rætt við Vega­gerðina og inn­an­rík­is­ráðherra og all­ir tekið vel í að hratt verði brugðist við. Áætlað er að kostnaður við slík­an stíg sé um 50 millj­ón­ir króna, seg­ir enn frem­ur í frétta­til­kynn­ingu frá Reykja­nes­bæ.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024