Sunnudagur 29. maí 2005 kl. 14:02
ÁÁ málar Gerðaskóla og Íþróttamiðstöðina
Sveitarfélagið Garður hefur ákveðið að taka tilboði ÁÁ verktaka í málningu Gerðaskóla og Íþróttamiðstöðvarinnar. Tilboðið hljóðaði upp á 6.917.150 kr.- en það er 68% af kostnaðaráætlun sveitarfélagsins. Alls bárust 5 tilboðið en eitt var dregið til baka.