Aðventugarðurinn
Aðventugarðurinn

Fréttir

Á von á 130 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur
Miðvikudagur 27. júní 2007 kl. 09:58

Á von á 130 þúsund króna sekt fyrir hraðakstur

Tveir ökumenn voru teknir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum í gærdag. Sá sem hraðar ók var tekinn á 146 km hraða á Garðvegi. Hann á von á „glaðningi“ frá lögreglu, eða sekt upp á 130 þúsund og eins mánaðar sviptingu ökuréttinda.

Hinn ökumaðurinn var tekinn á 115 á Reykjanesbraut.

Um kvöldið voru svo tveir í viðbót teknir á of miklum hraða, annar á 125 á Brautinni og má sá eiga von á 70 þúsunda króna sekt.
Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024