Karlakór Kef kertatónleikar
Karlakór Kef kertatónleikar

Fréttir

Á þriðja tug þinglýstra kaupsamninga á einni viku
Fimmtudagur 12. maí 2016 kl. 06:00

Á þriðja tug þinglýstra kaupsamninga á einni viku

Fasteignamarkaðurinn á Suðurnesjum hefur tekið kipp undanfarin misseri. Vikuna 29. apríl til 5. maí síðastliðinn var 22 kaupsamningum um húsnæði þinglýst á Suðurnesjum. Þar af voru tólf samningar vegna eigna í fjölbýli, sex vegna sérbýla og fjórir vegna annars konar húsnæðis en íbúðahúsnæðis.

Heildarveltan vegna viðskiptanna þessa viku var 372 milljónir og meðalupphæð samninga 16,9 milljónir. Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands. Ef borinn er saman fjöldi þinglýsinga kaupsamninga á fyrsta ársfjórðungi þessa árs og þess síðasta er munurinn nokkur. Á fyrsta ársfjórðungi þessa árs voru þeir 339, miðað við 224 í fyrra. Nánar verður fjallað um fasteignamarkaðinn á Suðurnesjum í Víkurfréttum sem koma út í dag.

Jólalukka VF 2024
Jólalukka VF 2024